Kvennaathvarfið lét nýverið talsetja teiknimyndina „Tölum um ofbeldi“, á spænsku.
Árið 2016 frumsýndi Kvennaathvarfið teiknimynd sína Tölum um ofbeldi. Aðalmarkmið myndarinnar er að koma ákveðnum skilaboðum til barna og einnig að gera þann hóp barna sem býr við heimilisofbeldi sýnilegri í samfélaginu.
Þau mikilvægu skilaboð sem börnin sitja eftir með eftir áhorf á teiknimyndina eru meðal annars að heimilisofbeldi er ekki einkamál fjölskyldna; að heimilisofbeldi getur átt sér stað í öllum fjölskyldumynstrum og að ofbeldið er aldrei barninu að kenna því það eru fullorðnir sem bera ábyrgð á að börnum líði vel.
Hér er hlekkur á myndbandið á spænsku