Hér að neðan eru upplýsingar konurnar sem nýttu sér þjónustu Kvennaathvarfsins árið 2020 bæði konur sem komu í dvöl og þær sem nýttu sér viðtalsþjónustu í athvarfinu.  Hins vegar eiga þessar upplýsingar ekki við um konur sem sóttu viðtöl til ráðgjafa athvarfsins með aðsetur í Bjarkarhlíð og ekki heldur um konur og börn sem dvöldu í Kvennaathvarfinu á Norðurlandi.

 

Árið 2020 dvöldu samtals 248 íbúar, 138 konur og 110 börn,  í Kvennaathvarfinu í Reykjavík um lengri eða skemmri tíma. Konur og börn dvöldu í athvarfinu í allt frá 1 degi upp í 174 daga  Konur dvöldu að meðaltali í 30 daga í athvarfinu en börn að meðaltali 34 daga. Að meðaltali dvöldu 12 konur og 10 börn í húsinu á dag.  Þessar aðsóknartölur eru að miklu leyti sambærilegar við tölur ársins á undan en árið 2019  dvöldu samtals 244 konur og börn í athvarfinu.

Að auki komu 312 konur í 620 viðtöl í athvarfinu án þess að til dvalar kæmi, var það nokkur fjölgun frá árinu á undan þegar 294 konur komu í 545 viðtöl).  Samtals komu því  450  konur í athvarfið í viðtöl eða dvöl á árinu. Til viðbótar sinntu ráðgjafar athvarfsins viðtalsþjónustu í Bjarkarhlíð og í Kvennaathvarfinu á Norðurlandi.

Sem fyrr er meirihluti notenda athvarfsins íslenskar konur (64%). Þó var sama hlutfall (64%) dvalarkvenna af erlendum uppruna (25% frá löndum innan EES en 39% frá löndum utan EES).

Um 18 % kvennanna fóru aftur heim til ofbeldismannsins úr dvöl sem er örlítil aukning frá síðasta ári (voru 15% 2019). Af þeim konum sem fara heim til ofbeldismannsins að dvöl lokinni, þá eru konur frá löndum utan EES eru líklegastar til að gera það (32%) en íslenskar konur ólíklegastar (8%).

Hér má sjá afdrif kvenna eftir dvöl í athvarfinu árið 2020, í sviga eru til samanburðar sömu tölur frá árinu 2019.

Heim til ofbeldismannsins 18%   (15%)
Heim, ofbeldismaður farinn af heimilinu 6%     (4%)
Heim, ofbeldismaður býr ekki þar 7%    (8%)
Nýtt húsnæði 32%   (13%)
Ættingi / vinir 15% (17%)
Úr landi 6%   (8%)

 

Konur sem komu í athvarfið á árinu (ýmist í viðtöl eða dvöl) voru á aldrinum 18-78 ára, meðalaldur 38 ár.

78% kvennanna sem komu í dvöl eða viðtöl í  eru af höfuðborgarsvæðinu (flestar úr Reykjavík eða 56%).

Ástæða komu /birtingarmyndir ofbeldisins (flestar konur nefna fleiri en eina ástæðu komu)

Andlegt ofbeldi 90%
Kynferðislegt ofbeldi 39%
Líkamlegt ofbeldi 53%
Efnahagslegt ofbeldi 44%
Morðhótanir 26%
Ofsóknir 17%
Stafrænt 17%
Ofbeldi gegn börnum 37%

 

Meirihluti þeirra sem konur voru að flýja þegar þær komu í athvarfið voru sem fyrr makar eða fyrrum makar þeirra. Þeir voru á aldrinum 16-87 ára (meðalaldur 42 ár), 98% voru karlar.

Eiginmaður 29%
Sambýlismaður 11%
Kærasti 4%
Fyrrverandi eiginmaður 9%
Fyrrverandi sambýlismaður 21%
Fyrrverandi kærasti 11%
Annar /ekki vitað 15%

 

Börn í Kvennaathvarfinu

Börnin 110 sem dvöldu í athvarfinu á árinu voru frá nokkurra vikna til 16 ára, meðalaldur þeirra var 5 ár. Alls komu 8 börn undir 1 árs til dvalar. 60% mæðra sem komu með börn í dvöl nefndu ofbeldi gegn börnum sem eina birtingarmynd ofbeldisins. Í september var gerð grundvallarbreyting í þjónustu Kvennaathvarfsins við börn í dvöl og ráðinn félagsráðgjafi sem heldur utan um þá þjónustu. Markmiðið er að vinna að aukningu lífsgæða barnanna í nútíð og framtíð, að stuðla að því að dvölin sé sem ánægjulegust en jafnframt aðstoða mæður og börn við að vinna gegn afleiðingum ofbeldisins. Upphaflega var verkefnið hugsað sem tilraunaverkefni en strax á fyrstu vikum þess varð ljóst að ekki yrði aftur snúið og tilraunaverkefni breytt í framtíðarskipan.

Kvennaathvarf á Akureyri

Í lok ágúst opnaði Kvennaathvarfið á Norðurlandi í góðri samvinnu við Bjarkarhlíð og ýmsa aðra aðila fyrir norðan. Þar dvöldu 15 íbúar, 8 konur og 7 börn á árinu 2020.

 

Schedule appointment

Drífa Jónasdóttir

Vestibulum ante ipsum

Vestibulum ac diam sit amet quam vehicula elementum sed sit amet dui. Donec rutrum congue leo eget malesuada vestibulum.