Á síðustu misserum hefur starfsfólk Kvennaathvarfsins tekið þátt í hinum ýmsu viðburðum tengdum heimilisofbeldi.

Jenný Kristín Valberg ráðgjafi í Kvennaathvarfinu tók þátt í Þjóðarspeglinum fyrir hönd athvarfsins. Þjóðarspegillinn er ráðstefna í félagsvísindum sem haldin er ár hvert við Háskóla Íslands, að þessu sinni þann 1. nóvember sl. Jenný kynnti niðurstöður úr meistaraverkefninu sínu á málstofunni Kynbundið ofbeldi – þróun réttarins, upplifun brotaþola og karlmennskuhugmyndir.  Verkefni Jennýjar var lokaverkefni hennar í MA-námi í kynjafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands en hér er hlekkur á verkefnið í heild sinni.

 

Kynjaþingið, samræðuvettvangur um jafnrétti og kynjafrelsi, var haldið í Norræna húsinu þann 2. nóvember sl. Hér er hlekkur á frétt Vísis um viðburðinn en þar er einnig hægt að finna streymið.

Hildur Guðmundsdóttir, starfandi framkvæmdastýra athvarfsins flutti frumsamda smásögu um konu frá landi utan EES sem leitar í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis maka síns. Sagan byggir á raunverulegum aðstæðum og reynslu margra kvenna í sambærilegri stöðu.

Jenný Kristín Valberg, ráðgjafi í Kvennaathvarfinu fjallar stuttlega um niðurstöður MA rannsóknar sinnar sem gerð var árið 2019. „Ég skil ekki alveg af hverju enginn tók eftir því að þarna væri ofbeldi í gangi“. Hver er upplifun íslenskra kvenna og kvenna af erlendum uppruna sem fara úr ofbeldissamböndum? Farið var yfir eðli og afleiðingar gasljóstrunar í andlegu ofbeldissambandi og ræddar voru nokkrar af niðurstöðum rannsóknarinnar sem m.a. sýndu fram á að engin brotaþola var laus við ofbeldismanninn þrátt fyrir að ná fram skilnaði við hann þar sem andlegt, fjárhagslegt og stundum kynferðislegt ofbeldi hélt áfram.

Drífa Jónasdóttir verkefnastýra athvarfsins fjallaði um könnun sem unnin var á vegum Kvennaathvarfsins árið 2018, en verkefnið var styrkt af Velferðarráðuneytinu. Titill verkefnisins er „Líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónueikaeinkenni ofbeldismanna.” Alls tóku 326 konur þátt, en borin voru saman svör kvenna með reynslu af heimilisofbeldi við svör kvenna sem ekki höfðu slíka reynslu. Drífa fór yfir tegund og tíðni ofbeldis sem þátttakendur greindu frá sem og líðan þolenda í byrjun og við enda ofbeldissambands.

 

Þann 12. nóvember var haldinn opinn fundur ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar, fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar, ASÍ, W.O.M.E.N., Kvenréttindafélagsins og Kvennaathvarfisins.

Fundurinn var haldinn í Veröld, húsi Vigdísar og margt áhugavert var á dagskrá. Meðal annars kynnti Dr. Brynja Elísabeth Halldórsdóttir, lektor í krítískum menntunarfræðum við menntavísindasvið H.Í. niðurstöður rannsóknar á reynslu innflytjendakvenna af ofbeldi í nánum samböndum og ofbeldi á vinnustöðum. Claudie Ashonie Wilson lögmaður fjallaði um möguleika kvenna í ofbeldissamböndum til áframhaldandi dvalar á Íslandi eftir sambúðarslit og Nanna Hermannsdóttir hagfræðinemi kynnti niðurstöður rannsóknar um hvað mætir erlendum konum á íslenskum vinnumarkaði. Hildur Guðmundsdóttir starfandi framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins og Drífa Jónasdóttir verkefnastýra í athvarfinu héldu erindi sem bar heitið „Hvað veist þú um Kvennaathvarfið?“

Viðburðurinn var afar vel sóttur og fékk þónokkra umfjöllun í fjölmiðlum.

Mbl.is fjallaði bæði um reynslu innflytjendakvenna af ofbeldi í nánum samböndum og ofbeldi á vinnustöðum og fjallaði líka um hvað mætir erlendum konum á íslenskum vinnumarkaði.

Vísir birti grein eftir Heiðu Björg Hilmisdóttur og Sabine Leskopf og hér er hlekkur á grein þeirra.

Schedule appointment

Drífa Jónasdóttir

Vestibulum ante ipsum

Vestibulum ac diam sit amet quam vehicula elementum sed sit amet dui. Donec rutrum congue leo eget malesuada vestibulum.