Kvennaathvarfið er rekið af frjálsum félagasamtökum; Samtökum um kvennaathvarf. Félagar í samtökunum kjósa sér fimm manna stjórn og tvo varamenn á aðalfundi sem haldinn er í apríl ár hvert. Þar eru grundvallarbreytingar á starfsemi Samtaka um kvennaathvarf samþykktar.

Stjórnin sem er ábyrg fyrir rekstri athvarfsins heldur að öllu jöfnu fundi mánaðarlega og oftar ef á þarf að halda. Á stjórnarfundum hittast stjórn og framkvæmdateymi og bera saman bækur sínar, en stjórnin ber ábyrgð á starfseminni í heild, tekur allar helstu ákvarðanir og leggur drög að starfi framkvæmdateymis.

Stjórn skipa:

  • Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður
  • Árni Matthíasson, varaformaður
  • Joanna Marcinkowska, ritari
  • Brynja Hjálmtýsdóttir, gjaldkeri
  • Katrín Guðný Alfreðsdóttir, meðstjórnandi

Varastjórn skipa:

  • Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir

Hægt er að senda póst á formann stjórnar á netfangið: stjorn@kvennaathvarf.is.