Kynjaþing var haldið dagana 9. – 13. nóvember en Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Hluti sérfræðinga sem starfar í Kvennaathvarfinu tók þátt í þinginu og var með sameiginlegt erindi þar sem rætt var um börn og heimilisofbeldi.
Meðal þáttakenda var Brynhildur Jónsdóttir sálfræðingur og rekstrarstýra Kvennaathvarfsins en hún fjallaði um áhrif áfalla á heilaþroska barna. Hér er hlekkur á efnið frá Brynhildi.
Aðrir þátttakendur voru Bergdís Ýr Guðmundsdóttir félagsráðgjafi sem fjallaði um þjónustu við börn sem dvelja í athvarfinu, Jenný Valberg kynjafræðingur og ráðgjafi í athvarfinu fjallaði ásamt tveimur stúlkum um hvernig það er að vera barn á ofbeldisheimili og Drífa Jónasdóttir afbrotafræðingur og verkefnastýra í athvarfinu fjallaði um niðurstöður rannsóknar um börn af erlendum uppruna sem dvelja í athvarfinu en rannsóknin var styrkt af félags-og barnamálaráðherra.
Erindið af Kynjaþingi er aðgengilegt hér.