Kynjaþing var haldið dagana 9. – 13. nóvember en Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Hluti sérfræðinga sem starfar í Kvennaathvarfinu tók þátt í þinginu og var með sameiginlegt erindi þar sem rætt var um börn og heimilisofbeldi.

Meðal þáttakenda var Brynhildur Jónsdóttir sálfræðingur og rekstrarstýra Kvennaathvarfsins en hún fjallaði um áhrif áfalla á heilaþroska barna. Hér er hlekkur á efnið frá Brynhildi.

Aðrir þátttakendur voru Bergdís Ýr Guðmundsdóttir félagsráðgjafi sem fjallaði um þjónustu við börn sem dvelja í athvarfinu, Jenný Valberg kynjafræðingur og ráðgjafi í athvarfinu fjallaði ásamt tveimur stúlkum um hvernig það er að vera barn á ofbeldisheimili og Drífa Jónasdóttir afbrotafræðingur og verkefnastýra í athvarfinu fjallaði um niðurstöður rannsóknar um börn af erlendum uppruna sem dvelja í athvarfinu en rannsóknin var styrkt af félags-og barnamálaráðherra.

Erindið af Kynjaþingi er aðgengilegt hér.

Schedule appointment

Drífa Jónasdóttir

Vestibulum ante ipsum

Vestibulum ac diam sit amet quam vehicula elementum sed sit amet dui. Donec rutrum congue leo eget malesuada vestibulum.