Jafnréttisstofa hélt á dögunum ráðstefnu um samvinnu í heimilisofbeldismálum.
Ráðstefnan var hluti af verkefni Jafnréttisstofu Byggjum brýr – brjótum múra sem styrkt er af ESB, en megin markmið verkefnisins er að vinna gegn heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum.
Þátttakendur ráðstefnunnar komu frá öllum landsfjórðungum og úr ýmsum geirum samfélagsins. Ein af niðurstöðum ráðstefnunnar var að mikill áhugi er fyrir því að takast á við heimilisofbeldismál – og það á þverfaglegum grunni.
Innlendir og erlendir fyrirlesarar héldu áhugaverð erindi, hér má nálgast nánari upplýsingar um ráðstefnuna.