Hvað: Markmið málþingsins er að beina sjónum að ósýnileika gerenda og getu kerfisins til að takast á við ofbeldi í nánum samböndum.
Hvenær: Miðvikudaginn 6. júní kl. 13:00 – 17:00
Hvar: Icelandair Hotel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52

Þolendur hafa verið sýnilegir í umræðunni undanfarið og úrræðum fyrir þá fjölgað og batnað, þótt enn sé langt í land. Oft virðist jafnframt gleymast að hverjum þolanda fylgi gerandi, stundum jafnvel sá sami í mörgum málum.

Gerendur búa ekki í tómarúmi heldur eru sem hverjir aðrir meðlimir samfélagsins. Þeir eru foreldrar, ættingjar, vinir, vinnufélagar og þeir eru almennt ekki alvondir. Þeir geta verið sjarmerandi, klárir, rökfastir, skynsamir, greiðviknir, sýnt af sér góðar hliðar og verið til staðar þegar á bjátar. Þeir eru ekki einsleitur hópur að öðru leyti en því að þeir beita ofbeldi – og það er hegðunin sem við þurfum að þekkja, viðvörunarljósin sem við þurfum að vera vakandi fyrir. Öðruvísi upprætum við ekki ofbeldi í nánum samböndum.

Mikilvægt er að í boði séu úrræði fyrir hvort heldur þá sem vilja komast út út vítahring ofbeldishegðunar og þá sem ekki eru tilbúnir að horfast í augu við eigin gjörðir.

Öll þurfum við að læra að þekkja óeðlileg samskipti. Við verðum að geta komið auga á ofbeldishegðun, hvort heldur við erum nákomin, áhorfendur eða fagaðilar.

Aðgangseyrir kr. 500.

Dagskrá:

13:00 Setning
Helga Arnardóttir, fjölmiðlakona
13:05 Áslaug María
Markþjálfi og þolandi kynferðis- og heimilisofbeldis
13:25 Ragna Björk Guðbrandsdóttir
Verkefnastjóri Bjarkarhlíðar
13:45 Sigþrúður Guðmundsdóttir
Framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarfið
14:05 Andrés Proppé Ragnarsson
Sálfræðingur í klíniskri sálfræði hjá Heimilisfrið, meðferðar- og þekkingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum
14:25 Alda Hrönn Jóhannsdóttir
Yfirlögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum
14:45 Kaffihlé
15:05 Sonja Einarsdóttir
MA félagsfræði og þolandi heimilisofbeldis
15:20 Sigrún Jóhannsdóttir
Lögmaður og eigandi Lögvís lögmannsstofu
15:40 Jenný Kristín Valberg
MA nemi í kynjafræði og þolandi heimilisofbeldis
16:00 Fríða Rós Valdimarsdóttir
Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu
16:20 Nichole Leigh Mosty
Verkefnastjóri W.O.M.E.N in Iceland
16:40 Leikþáttur
17:00 Málþingi slitið

Hér er facebook slóð á viðburðinn.

Schedule appointment

Drífa Jónasdóttir

Vestibulum ante ipsum

Vestibulum ac diam sit amet quam vehicula elementum sed sit amet dui. Donec rutrum congue leo eget malesuada vestibulum.