Á eitthvað af neðantöldu við um þig og maka þinn?

Athugaðu að hér er ekki um próf að ræða sem gefur niðurstöðuna „já“ eða „nei“. Eftirfarandi fullyrðingar geta hins vegar hjálpað þér við að átta þig á eðli sambandsins.

 

  • Hefur þú orðið hrædd/ur við maka þinn?
  • Hefur þú orðið hrædd/ur þegar hann er undir áhrifum áfengis eða eiturlyfja?
  • Hefur makinn reynt að koma í veg fyrir að þú farir þangað sem þú vilt fara?
  • Hefur hann reynt að koma í veg fyrir að þú stundir vinnu, skóla eða áhugamál?
  • Skipar hann þér fyrir?
  • Krefst hann þess að þú hlýðir sér?
  • Hefur hann sagt (beint eða óbeint) að þú getir ekki bjargað þér án hans/hennar?
  • Hefur maki þinn verið að fylgjast með þér?
  • Ásakar makinn þig um að vera sér ótrú?
  • Er hann gagnrýninn á þig, vini þína og/eða fjölskyldu?
  • Hefur hann sagt að „eitthvað sé að þér”, jafnvel að þú sért „geðveik/ur”?
  • Hefur þú óttast maka þinn undir einhverjum kringumstæðum?
  • Verður hann reiður ef þú mótmælir honum eða ert á annari skoðun?
  • Eru hlutirnir (t.d. ástæða rifrildis) oftast þér að kenna?
  • Hefur hann gert lítið úr þér fyrir framan aðra?
  • Hefur hann yfirráð yfir fjármálum ykkar?
  • Hefur þér fundist þú þurfa að stunda kynlíf til að „hafa makann góðan?“
  • Hefur maki þinn viljandi eyðilagt persónulegar eigur þínar?
  • Hefur hann ógnað þér með svipbrigðum, hreyfingum eða bendingum?
  • Hefur hann hótað að skaða þig, sjálfan sig og/eða börnin?
  • Hefur hann öskrað á þig og/eða börnin?
  • Hefur hann ýtt við þér/hrint þér eða slegið til þín og/eða barnanna?
  • Hefur hann eða slegið/barið þig og/eða börnin?
  • Hefur hann hótað að skaða sig og/eða svipta sig lífi?

Á þessari síðu er reynt að hafa textann auðlesanlegan, það er þess vegna sem ekki er alltaf tekið sérstakt tillit til kyngervis eða kynhneigðar í orðavali.