Það var gleðistund á Nauthól þegar Kvennaathvarfið fékk afhenta viðurkenningu Barnaheilla fyrir sérstakt framlag til mannréttinda barna og fyrir fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem dvelja í athvarfinu. Á myndunum á annars vegar sjá framkvæmdastýru Kvennathvarfsins taka við viðurkenningunni úr hendi Kolbrúnar Baldursdóttur formanni Barnaheilla og hins vegar þann hluta af starfsfólki og stjórn Kvennaathvarfsins sem átti heimangengt ásamt forseta Íslands.