Í dag var opnað kvennaathvarf á Akureyri. Kvennaathvarfið er neyðarathvarf fyrir konur og börn sem þurfa að flýja heimili sitt vegna ofbeldis. Boðið er upp á sambærilega þjónustu í athvarfinu í Reykjavík og á Akureyri.
Nánari upplýsingar um nýja athvarfið er að finna hér.
Samtök um kvennaathvarf, Aflið og Bjarmahlíð – þjónustumiðstöð við þolendur obeldis standa að opnun neyðarathvarfsins í samvinnu við sveitarfélög á Norðurlandi eystra, félagsmálaráðuneyti og dómsmálaráðuneyti. Athvarfið verður starfrækt í tilraunaskyni til 30. apríl 2021.