Þann 1. janúar 2018 sæmdi forseti Íslands Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að velferð og öryggi kvenna.
Í slíku felst mikill heiður en jafnframt viðurkenning fyrir vel unnin störf. Þar að auki er orðuveitingin mikilvæg til að viðhalda umræðu um mikilvægi þess að auka velferð og öryggi kvenna sem búa við heimilisofbeldi.
Samstarfsfólk Sigþrúðar er sérstaklega stolt af framkvæmdastýrunni og óskar henni innilega til hamingju með orðuveitinguna.