Aðgengismál
Konur sem koma til okkar í Kvennaathvarfið eru úr öllum hópum samfélagsins, líka fatlaðar og langveikar konur. Í Kvennaathvarfinu er gott samstarf við táknmálstúlka, félagsráðgjafa, réttindagæslumenn fatlaðs fólks og túlka.
Aðgengi
Í núverandi húsnæðum Kvennaathvarfsins er því miður ekki hjólastólaaðgengi. Þess vegna höfum við gert ráðstafanir til að allar konur sem nota hjólastól, göngugrind og/eða önnur hjálpartæki geti komið til okkar í dvöl og í viðtöl.
Dvöl
Ef óskað er eftir dvöl þar sem aðgengi þarf að vera gott, hvort sem óskað er eftir dvöl í Reykjavík eða á Akureyri, er haft samband við okkur í síma 561-1205 og við förum yfir næstu skref. Síminn er opinn allan sólarhringinn.
Kvennaathvarfið í Reykjavík er með þennan tölvupóst kvennaathvarf@kvennaathvarf.is og þessa facebook síðu https://www.facebook.com/kvennaathvarf/
Kvennaathvarfið á Akureyri er með þennan tölvupóst nordurland@kvennaathvarf.is og þessa facebook síðu https://www.facebook.com/Kvennaathvarf.Nordurland
Viðtöl
Hægt er að panta símaviðtal við ráðgjafa Kvennaathvarfsins en einnig er hægt að fá viðtal gegnum forritið Teams.
Ef kona vill mæta í viðtal þá er hægt að fara í Bjarkarhlíð í Bleikargróf 6 eða Bjarmahlíð í Aðalstræti 14 á Akureyri sem eru samstarfsaðilar Kvennaathvarfsins. Ráðgjafar athvarfsins hafa fasta viðtalstíma í Bjarkarhlíð og þar er gott aðgengi fyrir fólk með hreyfihömlun. Ráðstafanir hafa verið gerðar við félagsmálayfirvöld á Akureyri til að tryggja aðgengi fólks með hreyfihömlun í viðtöl í Bjarmahlíð.
Hægt er að hafa samband við Bjarkarhlíð í síma 553 3000 en þar er opið frá milli klukkan 9 og 17 alla virka daga. Það er líka hægt að hafa samband gegnum tölvupóst á bjarkarhlid@bjarkarhlid.is eða bóka viðtal á netinu https://noona.is/bjarkarhlid
Hægt er að hafa samband við Bjarmahlíð á Akureyri í síma 551 2520 en þar er opið frá kl 10 til 14 alla virka daga. Það er hægt að hafa samband gegnum tölvupóst á bjarmahlid@bjarmahlid.is eða bóka viðtal á netinu: https://bjarmahlid.is/opnunartimi/
Ætlar athvarfið í Reykjavík að laga aðgengi?
- Já en því miður sýnir úttekt verkfræðistofu að það er næstum ómögulegt að breyta húsnæði Kvennaathvarfsins í Reykjavík því húsið er svo gamalt.
- Það hefur því verið ákveðið af stjórn Kvennaathvarfsins að byggja fyrsta Kvennaathvarfið á Íslandi sem stenst nútíma reglur um algilda hönnun og aðgengi, með stuðningi stjórnvalda í sérstaka fjárfestingarátakinu vegna Covid-19 faraldursins. Búið er að teikna húsið og Reykjavíkurborg er búin að úthluta okkur lóð en núna er unnið hörðum höndum að klára að safna fyrir nýju athvarfi.
Áfangaheimili Kvennaathvarfsins í Reykjavík
- Áfangaheimilið er fyrir konur og börn sem eru að flýja ofbeldi og hafa dvalið í Kvennaathvarfinu. Þegar fólk er ekki lengur í hættu þarf það samt húsnæði og stuðning.
- Í húsinu eru 18 leiguíbúðir og eru allar íbúðirnar hannaðar eftir algildum stöðlum.
- 2 íbúðir til viðbótar eru sérstaklega útbúnar fyrir konur sem nota hjólastól, göngugrind og/eða önnur hjálpartæki. Þær íbúðir eru notaðar sem neyðarathvarf fyrir konur sem ekki geta nýtt sér núverandi húsnæði athvarfsins.
- Áfangaheimilið tók á móti fyrstu leigjendunum í október 2021.
Hvernig er aðgengið í Kvennaathvarfinu í Reykjavík?
- 3 tröppur eru að inngangi Kvennaathvarfsins á neðri hæð.
- Á neðri hæð eru svefnherbergi og salerni. Þar er ekki eldunaraðstaða og ekki sturtuaðstaða.
- Á efri hæð hússins eru svefnherbergi. Þar er stofa, eldhús, salerni og sturtuaðstaða. Þar er eitt sjúkrarúm.
- 7 tröppur eru að inngangi Kvennaathvarfsins á efri hæð.
Hvernig er aðgengið í Kvennaathvarfinu á Akureyri?
- 1 trappa að inngangi, þar er forstofa og stigi upp á aðra hæð hússins
- Á efri hæð eru svefnherbergi, stofa, eldhús, salerni og sturtuaðstaða.
- 14 tröppur eru upp á aðra hæð
Hér fyrir neðan eru myndir af 1) Kvennaathvarfinu í Reykjavík, 2) Bjarkarhlíð við Bústaðarveg, 3) Kvennaathvarfinu á Akureyri og 4) Bjarmahlíð í Aðalstræti á Akureyri.
1) Hér eru myndir af aðgengi í Kvennaathvarfinu í Reykjavík.
2) Aðgengi að Bjarkarhlíð við Bústaðarveg. Þar er gott aðgengi fyrir fólk sem notar hjólastól, göngugrind og/eða önnur hjálpartæki. Þar er hellulagður stígur af bílastæði sem liggur að trépalli. Trépallurinn er alveg upp við húsið, það er stór hurð og aflíðandi þröskuldur inn í húsið. Gott aðgengi er að salerni, stofu og eldhúsi í Bjarkarhlíð.
3) Myndir úr Kvennaathvarfinu á Akureyri. Það er eitt þrep að útihurð og 14 þrep upp á efri hæð hússins. Öll herbergin ásamt eldhúsi og baði eru á efri hæðinni.
4) Myndir úr Bjarmahlíð Aðalstræti 14, Akureyri. Það er hjólastólaaðgengi fyrir aftan húsið þar sem aðgengi er ekki gott fyrir fólk sem notar hjólastól, göngugrind og/eða önnur hjálpartæki við aðalinnganginn.
Myndir frá aðstöðunni hjá Fjölskyldusviði Akureyrarbæjar, Glerárgötu 26 – þar er aðgengi fyrir fólk með hreyfihömlun og þar er hægt að koma í viðtal til ráðgjafa Bjarmahlíðar.