Aðalfundur Samtaka um kvennaathvarf og Sjálfseignarstofnunar Kvennaathvarfsins sem frestað var vegna COVID-19 verður haldinn í sal Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23 miðvikudaginn 2. september klukkan 17:00.
Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir
1. Fundur settur, kosning fundarstjóra og ritara
2. Ársskýrsla athvarfsins kynnt og lögð fram til umræðu
3. Ársreikningar samtakanna og sjálfseignarstofnunar Kvennaathvarfsins lagðir fram til umræðu og samþykktar
4. Fjárhagsáætlun yfirstandandi árs lögð fram
5. Skýrsla stjórnar
6. Lagabreytingar
7. Ákvörðun árgjalda
8. Ákvörðun stjórnarlauna
9. Kosningar stjórnar og skoðunarmanna samkvæmt 7.grein
10. Önnur mál
Félagar eru hvattir til að mæta og þau sem heldur vilja sitja fundinn sem fjarfund eru beðin að láta framkvæmdastýru vita í netfang sigthrudur@kvennaathvarf.is