Nýtt áfangaheimili Samtaka um Kvennaathvarf mun brátt rísa í næsta nágrenni við athvarfið. Þar verða 18 leiguíbúðir á þremur hæðum. Áætluð verklok eru 1. júlí 2021 og standa vonir til að fyrstu fjölskyldur Kvennaathvarfsins geti þá fljótlega flutt inn í nýtt og öruggt leiguhúsnæði.

Al-Verk sér um byggingu fjölbýlishússins og Hjálmar Ingvarsson er byggingastjóri. Þorleifur Eggertsson hjá Tendra arkitektum er aðalhönnuður, Lota verkfræðistofa sá um verkfræðihönnun, Trivium um hljóðhönnun og Teiknistofan Storð um landslagshönnun.

Áætlaður heildarkostnaður framkvæmdarinnar er 420 milljónir króna. Helstu styrktaraðila verkefnisins eru Á allra vörum sem stóðu fyrir landssöfnun árið 2017, ríki og Reykjavíkurborg með stofnframlögum í gegnum almenna íbúðakerfið, Oddfellowhreyfingin, Soroptimistar og Zontur auk fjölmargra annarra sem gert hafa drauminn um byggja von um betra líf að raunveruleika.

Schedule appointment

Brynhildur

Vestibulum ante ipsum

Vestibulum ac diam sit amet quam vehicula elementum sed sit amet dui. Donec rutrum congue leo eget malesuada vestibulum.