Í tilefni 100 ára afmælis Zonta International var haldin hátíðarfundur í húsi Vigdísar Finnbogadóttur Veröld þar sem styrkur að fjárhæð 3.350.000 kr. var veittur til áfangaheimilis Kvennaathvarfsins. Að styrknum koma allir sex klúbbar Zontasamtakanna á Íslandi.

Zontasamtökin eru ein af leiðandi tengsla- og þjónustusamtökum kvenna í heiminum og hafa alla tíð barist fyrir bættri stöðu kvenna og jafnrétti. Zonta voru stofnuð 1919 í Buffalo, Bandaríkjunum af Marian de Forest, blaðamanni og leikritahöfundi. Samtökin hafa í gegnum langa sögu sína verið miklir velunnarar Kvennaathvarfsins.

Við þökkum Zonta enn á ný fyrir mikinn velviljann í garð Kvennaathvarfsins og fyrir yndislega stund í Veröld.

Schedule appointment

Drífa Jónasdóttir

Vestibulum ante ipsum

Vestibulum ac diam sit amet quam vehicula elementum sed sit amet dui. Donec rutrum congue leo eget malesuada vestibulum.