Fréttir af nýju íbúðarhúsnæði Kvennaathvarfsins fyrir þær konur og börn sem þurfa frekari stuðning eftir dvöl í athvarfinu. Hlédís Sveinsdóttir, arkitekt og eigandi EON arkitekta verður aðalhönnuður verkefnisins en hún hefur víða vakið athygli fyrir vandaða og nýstárlega hönnun bygginga. EON arkitektar gáfu hönnunar- og teiknivinnuna á nýrri lóð Kvennaathvarfsins sem hluti af söfnun Á allra vörum 2017 og erum við einkar þakklát Hlédísi og EON arkitektum fyrir þennan mikla stuðning við verkefnið.

„Framlag Samtaka um kvennaathvarf og stuðningur við skjólstæðinga er ómetanlegt starf og það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með umræddu í gegnum árin. Ég færi samtökunum gjöf því ég vil láta mitt af hendi rakna til fórnfúss og óeigingjarns starfs samtakanna. Ég sjálf hef upplifað óréttlæti í formi þvingana og áreitis, frá ótengdum aðilum vegna viðskiptahagsmuna mér óviðkomandi. Ég geymi hjá mér þá reynslu að svo stöddu en velti fyrir mér hvort öðruvísi hefði verið staðið að málum ef ég væri karlmaður. Byltingin #metoo hefur hrundið af stað alþjóðlegri vitundarvakningu sem mun breyta heiminum. Vitundarvakningin er sannarlega tímabær og þær konur sem hafa dregið vagninn og stigið fram af hugrekki, eiga þakkir skyldar.“ segir Hlédís.

Á næstunni verður haldinn hugarflæðisfundur með athvarfskonum og Hlédísi þar sem farið verður yfir hugmyndir væntanlegra íbúa og starfsmanna um nýtt húsnæði.

Schedule appointment

Drífa Jónasdóttir

Vestibulum ante ipsum

Vestibulum ac diam sit amet quam vehicula elementum sed sit amet dui. Donec rutrum congue leo eget malesuada vestibulum.