• Allir eiga rétt á að lifa ofbeldislausu lífi.
  • Ofbeldi er alltaf á ábyrgð þess sem beitir því.
  • Áhrif og afleiðingar ofbeldis á börn eru alvarlegar, jafnvel þótt þau hvorki sjái ofbeldið né séu líkamlega beitt ofbeldi.
  • Ýmsar leiðir eru til út úr ofbeldissambandi. Ein leið er stuðningur Kvennaathvarfsins, þar er opið allan sólarhringinn. Síminn er: 561 1205

Afleiðingar heimilisofbeldis geta verið mjög hættulegar. Því er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga.

Vera með öryggisáætlun

  • Hvert er öryggisnet mitt – stuðningur frá fjölskyldu eða vinum – gæti ég forðað mér þangað?
  • Ákveða „leyniorð“ sem börnin, fjölskylda og vinir vita að þýðir að hringt sé á lögreglu.
  • Kenna börnunum að nota 112 í neyðartilvikum.
  • Segja börnunum frá öryggisáætluninni.
  • Vera búin að hugsa flóttaleið – hvernig kemst ég fljótt og örugglega út – hvaða hurð/glugga/stiga/lyftu er best að nota?

Praktísk mál

  • Pakka nauðsynjum fyrir þig og börnin í ferðatösku – geyma töskuna hjá einhverjum sem þú treystir.
  • Hvað vita nágrannarnir. Eiga þeir að koma til aðstoðar/hringja á lögreglu ef t.d. hávaði berst frá íbúðinni?
  • Hafa skilríki (vegabréf, dvalarleyfi, atvinnuleyfi, ökuskírteini) á öruggum stað.
  • Hvaða lagalegu úrræði get ég nýtt mér í þessari stöðu?