Þau gleðilegu tíðindi urðu í gær að Samtök um kvennaathvarf hlaut tvo styrki frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Öðrum styrknum er ætlað að tryggja áframhaldandi reksturs Kvennaathvarfs á Akureyri og tryggir að konur sem búa við ofbeldi á Norðurlandi, fái sambærilega þjónustu og stendur til boða í athvarfinu í Reykjavík. Styrkurinn er ætlaður til eins árs en unnið er að því að tryggja áframhaldandi rekstur að því tímabili loknu. Samtök um Kvennaathvarf munu leggja til mótframlag við styrkinn til þess að hægt verði að ráða fleira starfsfólk og efla starfsemina. Samtökin hafa ákveðið að fara strax af stað og vonumst til að koma athvarfinu í fulla þjónustu strax í næsta mánuði. Þetta er eðlilega mikið gleðiefni, því frá því að athvarfið opnaði hefur það sýnt sig að það er sannarlega þörf fyrir Kvennaathvarf á svæðinu og getum við nú veitt konum og börnum sem flýja þurfa heimili sín sökum ofbeldis þann stuðning og utanumhald sem við teljum nauðsynlegan.
Síðari styrknum er ætlað að efla fræðslu um kynbundið ofbeldi og auka á sýnileika Kvennaathvarfsins. Við munum fara af stað með aukna fræðslu um kynbundið ofbeldi og sýnileika Kvennaathvarfsins. Lögð verður sérstök áhersla á landsbyggðina og konur af erlendum uppruna. Stefnt er að því að bjóða upp á fræðslu m.a. til fagaðila, fyrirtækja og framhaldsskólanema um birtingamyndir kynbundins ofbeldis og fjölbreytta þjónustu Kvennaathvarfsins. Þá verður boðið upp á viðtalsþjónustu í að lágmarki fjórum af stærstu byggðarkjörnum á landsbyggðinni. Styrkurinn verður einnig nýttur til gerð kynningarefnis á mörgum tungumálum og vefsíða uppfærð og þýdd. Sérstakt kynningarátak og vitundarvakning mun fara fram á Norðurlandi.

 

May be an image of 2 people

Schedule appointment

Brynhildur

Vestibulum ante ipsum

Vestibulum ac diam sit amet quam vehicula elementum sed sit amet dui. Donec rutrum congue leo eget malesuada vestibulum.